SÓFAR

Sófinn er trúlega mest notaða húsgagnið á heimilinu, og þess vegna skiptir hann svona miklu máli.

Við bjóðum þér að ráða algjörlega hvernig þú hefur þinn sófa. Alla sófana okkar er hægt að fá í mismunandi útfærslum, og svo getur þú valið úr yfir 200 áklæðum og leðri. Þú mátt meira að segja velja litinn á saumunum.

“FLYNN”

15 útfærslur

FLYNN er hönnunarsófi, með fágað útlit, sterka arma og klassískt yfirbragð. Hann er fáanlegur í nokkrum stærðum, bæði sem beinn sófi og sem tungusófi. Að auki er skemill í “FLYNN” línunni. Hægt er að velja um tvær tegundir af fótum, og einnig er val um höfuðpúða og armpúða. Á FLYNN sófum er hægt að velja tvö mismunandi áklæði, þannig að annað áklæði sé á setu og baki og hitt á örmum, hliðum og bakhluta.

Í sýningarsal okkar er FLYNN sýndur í CUBA leðri og CALABRIA áklæði, með hönnunarfótum.

“NOVARA”

NOVARA er nettur sófi, með grunna arma og líflegt útlit. Fyllingin er kaldsvampur, sem gerir sófann ótrúlega þægilegan. Einnig er hægt að fá NOVARA með pokagormum, til að auka þægindin en frekar. NOVARA fæst í mörgum útfærslum, sem beinn sófi, hornsófi og tungusófi. Hægt er að velja um tvo liti af fótum, svarta eða stál.

Í sýningarsal okkar er NOVARA sýndur sem 3ja sæta beinn sófi í gulu MONTA áklæði, og er hann lagervara í þeirri útfærslu.

“ARHUS”

ARHUS er fjölhæfur sófi sem hefur útlitið með sér. Hans helstu eiginleikar eru þeir að hann er fáanlegur með útdraganlegu fleti og geymsluhólfi undir tungunni. Svolítið eins og svefnsófi, en okkur finnst skemmtilegra að kalla hann “Netflix-og-chill” sófi, því öll fjölskyldan getur legið yfir sjónvarpinu án þess að slegist sé um tunguna! Fáanlegur í yfir 200 áklæðum.

Í sýningarsal okkar er ARHUS sýndur sem 2,5 sæta tungusófi í FORLI dökkgráu áklæði, og er hann lagervara í þeirri útfærslu, bæði hægri og vinstri tunga.

“HAVANNA”

HAVANNA er ótrúlega þægilegur sófi sem er fáanlegur í mörgum útfærslum. Hann er bólstraður með kaldsvampi fyrir aukin þægindi, stillanlegir höfuðpúðar eru staðalbúnaður, og svo er val um stillanlega eða fasta setu. Að auki getur þú valið setuhæðina, því fæturnir fást í tveimur mismunandi stærðum. Fáanlegur sem beinn sófi, tungusófi og horntungusófi, í nokkrum stærðum.

Í sýningarsal okkar er HAVANNA sýndur sem 3ja sæta horntungusófi í LEOPARD dökkgráu áklæði, og er hann lagervara í þeirri útfærslu, bæði hægri og vinstri tunga.

“TALISMAN”

TALISMAN er vandaður sófi sem er fáanlegur í mjög mörgum útfærslum. Einstaklega þægilegur með kaldsvampi og stillanlegum höfuðpúðum sem staðalbúnað. Fáanlegur sem beinn sófi, tungusófi, horntungusófi og hefðbundinn hornsófi. Einnig er skemill fáanlegur í sömu línu. Val er um 3 gerðir af fótum: állitaðir, stállitaðir og svartir.

Í sýningarsal okkar er TALISMAN sýndur sem 3ja sæta beinn sófi í MIAMI ljósbláu áklæði, og er hann lagervara í þeirri útfærslu.

“PHOENIX”

PHOENIX er einn þægilegasti sófinn okkar, þar sem hann er með “Supreme Foam” kaldsvampi. PHOENIX er fáanlegur sem beinn sófi og tungusófi, í nokkrum mismunandi stærðum. Hægt er að velja um mismunandi fætur.

Í sýningarsal okkar er PHOENIX sýndur sem 3,5ja sæta beinn sófi í CALABRIA gulu áklæði. Á mynd hér er hann sýndur í CUBA flöskugrænu leðri.

“VOLARE”

VOLARE er einstaklega fallegur sófi. Fætur sófans eru einstaklega vel hannaðir og gefa sófanum létt yfirbragð. Sófinn kemur með stillanlegum höfuðpúðum og er fáanlegur í mörgum útfærslum. Sófinn er fáanlegur sem beinn sófi, tungusófi, horntungusófi og sem hefðbundinn hornsófi.

Í sýningarsal okkar er VOLARE sýndur sem 2,5ja sæta horntungusófi í MAISON mintulituðu áklæði, og er hann lagervara í þeirri útfærslu, bæði hægri og vinstri tunga.