Signature ehf
Signature ehf

Almennar upplýsingar

Skilmálar

Almennt
Signature ehf. (kt. 660514-1980) áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Pöntunum er eytt ef þær eru ekki greiddar innan 5 daga. Tilboðspöntunum er eytt eftir þrjá daga séu þær ógreiddar.

Afhending vöru

Allar pantanir er hægt að sækja á lager Signature ehf. sem er að Askalind 2a Kópavogi. Hægt er að fá pantanir sendar innan höfuðborgarsvæðisins gegn gjaldi. Pantanir utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með dreifikerfi Flytjanda á kostnað viðtakanda, sé þess óskað. Öllum pöntunum sem dreift er með Flytjanda gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Flytjanda um afhendingu vörunnar. Signature ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Signature ehf. og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Skilafrestur
Skilafrestur vöru er 14 daga frá dagsetningu kaupa. Kaupandi ber kostnað af því að koma vöru til Signature ehf. Vara skal vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum ef við á, og ástand skal vera það sama og við kaup.

Vöruverð á netinu
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í Verslun Signature ekki alltaf í vefverslun. Verð á vörum eru birt með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

Skilmálar þessir eru samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur um skilmála þessa, skal slíkur ágreingingur leystur samkvæmt lögum í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Kaupferli

  1. Velja vöru og setja hana í körfu.
  2. Ef sérpanta þarf vöru þá 
  3. Velja “Ganga frá pöntun” og fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavin.
  4. Velja viðeigandi sendingar og greiðslumáta.
  5. Ganga frá greiðslu.

Skila- og skiptiréttur

Um vöru sem keypt er í verslunarhúsnæði Signature
  • Viðskiptavinum Signature húsgagna er heimilað að skila ógallaðri vöru í 7 (sjö) daga frá afhendingu vörunnar með því skilyrði að vara sé heil/óskemmd og pakkað í upprunalegar umbúðir.
  • Vara er endurgreidd gegn kvittun í formi inneignarnótu séu ofangreind skilyrði uppfyllt.
  • Sé vara merkt með gjafamiða fæst endurgreiðsla í formi inneignarnótu.
Um vöru sem keypt er í gegnum vefverslun Signature
  • Viðskiptavinum vefverslunar er heimilt að falla frá kaupsamningi án nokkurs rökstuðnings gegn því að beiðni berist fyrirtækinu eigi síður en 14 (fjórtán) dögum frá því pöntun var gerð.
  • Hægt er að koma slíkri tilkynningu áleiðis með því að senda tölvupóst á [email protected], í gegnum netspjall Signature á Facebook eða Instagram en einnig er hægt að senda bréf þess efnis.
  • Ákveði viðskiptavinur að falla frá kaupum er nauðsynlegt að ofangreind tilkynning berist Signature húsgögnum í skriflegu formi þar sem ábyrgðin liggur hjá viðkomandi að sýna fram á hvenær tilkynningin hafi verið móttekin.

Önnur skilyrði

  • Óheimilt er að falla frá kaupsamning með því að neita móttöku sendingar. Tilkynningu þess efnis verður að berast Signature áður en 
  • Óski viðskiptavinur eftir því að skila vöru með endursendingu fellur sá kostnaður á viðskiptavin og ber viðskiptavinur ábyrgð koma vörunni heillri til skila í upprunalegum umbúðum.
  • Ef um gallaða vöru er að ræða er undantekning þar á. Signature húsgögn ábyrgjast að ef mistök verða í flutningi eða ef vara er skemmd/gölluð er fundin lausn á málinu eins fljótt og mögulegt er og með sem minnstum óþægindum fyrir viðskiptavini. 
  • Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru ef ske kynni að hún verði fyrir hnjaski, rispist eða verði fyrir annars konar tjóni sem flokkast ekki undir slit eftir eðlilega notkun. Eins og minnst er á hér að ofan er grundvallaratriði við skil á vöru að hún sé óskemmd og í upprunalegum umbúðum.
  • Ekki er hægt að skila skorinni metravöru.
  • Ekki er hægt að skila notuðum rúmdýnum.
  • Sé vara innsigluð og ef innsigli er rofið gilda ekki ofangreind skilyrði um skilarétt  annaðhvort vegna lýðheilsusjónarmiða eða af hreinlætisástæðum 
  • Ekki er hægt að skila vörum sem framleiddar eru eftir forskrift neytanda, það er sófar og stólar sem pantaðir eru í stærð og/eða áklæði eftir óskum kaupanda.
 

Vöruleit