Almennt
Signature ehf. (kt. 660514-1980) áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Pöntunum er eytt ef þær eru ekki greiddar innan 5 daga. Tilboðspöntunum er eytt eftir þrjá daga séu þær ógreiddar.
Afhending vöru
Allar pantanir er hægt að sækja á lager Signature ehf. sem er að Askalind 2a Kópavogi. Hægt er að fá pantanir sendar innan höfuðborgarsvæðisins gegn gjaldi. Pantanir utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með dreifikerfi Flytjanda á kostnað viðtakanda, sé þess óskað. Öllum pöntunum sem dreift er með Flytjanda gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Flytjanda um afhendingu vörunnar. Signature ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Signature ehf. og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Skilafrestur
Skilafrestur vöru er 14 daga frá dagsetningu kaupa. Kaupandi ber kostnað af því að koma vöru til Signature ehf. Vara skal vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum ef við á, og ástand skal vera það sama og við kaup.
Vöruverð á netinu
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í Verslun Signature ekki alltaf í vefverslun. Verð á vörum eru birt með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.
Skilmálar þessir eru samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur um skilmála þessa, skal slíkur ágreingingur leystur samkvæmt lögum í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Önnur skilyrði