Papatya hafa verið leiðandi á Evrópumarkaði seinastliðin 28 ár bæði í inni- og útihúsgögnum.
Papatya hafa fullkomnað húsgagnasmíði frá því að starfsemin hófst árið 1945 og leggja mikla áherslu á vönduð vinnubrögð. og stílhreina hönnun.
Inni- og útihúsgögn sem eru afar sterkbyggð og endingargóð og hugsuð fyrir daglega notkun svosem á veitingastöðum og kaffihúsum.
‘EVO’ eru úr polypropylene plastefni sem er hert með glertrefjum og steypt í móti, sem gerir stólana níðsterka og mjög áreiðanlega
‘TIME’ borðin eru með vönduðum fellibúnaði sem læsir borðplötunni kyrfilega meðan á notkun stendur.
Borðið er þyngdarjafnað svo það helst í fullkomnu jafnvægi með plötuna í uppréttri stöðu.
Time línan er sérstaklega hönnuð fyrir veitinga- og kaffihús þar sem húsgögn eru í mikilli notkun allan ársins hring.
Sterk bygging sem samanstendur af álfæti og þéttri borðplötu með rispu- og blettafríu yfirborði tryggir endingu við allar aðstæður.
Ef þú vilt hita upp rými með áreiðanlegum hætti þá þarftu ekki að leita lengra. Kolefnisþræðir sem ná fullum hita á nokkrum sekúndum og gerðir til að standast gríðarlegan hita.
Auðvelt að stjórna hita og setja á tímastilli með fjarstýringu eða appi í síma. Hitalampi sem virkar og er gerður til að endast.
Mikið úrval af fallegum ogendingargóðum stólum – til eru barstólaútgáfur í öllum línum.